Samkomulag gert um framtíð Kristjaníu

Borgarhlið Kristjaníu.
Borgarhlið Kristjaníu. mbl.is/Ómar

Íbúar í frírík­inu Kristjan­íu í Kaup­manna­höfn hafa skrifað und­ir sam­komu­lag við Slots- og Ej­endoms­styr­el­sen, sem fer með eig­ur danska rík­is­ins, um framtíð Kristjan­íu. Í því felst m.a. að sjóður mun reisa ný hús á svæðinu sem munu ekki stinga í stúf við þær bygg­ing­ar sem fyr­ir eru.

Þá ger­ir sam­komu­lagið einnig ráð fyr­ir því að danska ríkið mun ekki taka ein­hliða ákv­arðanir um niðurrif húsa í Kristjan­íu og jafn­framt skuld­binda íbú­arn­ir sig til að breyta ekki bygg­ing­um.

Þá mun dóms­mál, sem íbú­ar Kristjan­íu voru að und­ir­búa gegn rík­inu, verða sett í salt. Verður end­an­leg afstaða tek­in til þess hvort mála­ferl­um verður haldið áfram í júlí á næsta ári þegar reynsla er kom­in á fram­kvæmd samn­ings­ins.

Nú verður gert deili­skipu­lag fyr­ir svæðið. Kristjaníu­bú­ar hafa nokkr­um sinn­um hafnað til­boði rík­is­ins um sam­komu­lag um upp­bygg­ingu Kristjan­íu vegna þess að þeir hafa talið að ýmis atriði stríddu gegn Kristjan­íu­and­an­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert