Segir Bandaríkjastjórn vilja gera árás á Íran

Robert Baer, fyrr­ver­andi starfsmaður banda­rísku leyniþjón­ust­unn­ar CIA og nú­ver­andi rit­höf­und­ur, seg­ir í sam­tali við ástr­alskt blað í dag að hann telji að Banda­ríkja­stjórn hafi í hyggju að gera árás­ir á val­in skot­mörk í Íran inn­an fárra mánaða.

Baer, sem þekk­ir vel til aðstæðna í Miðaust­ur­lönd­um, seg­ir að Banda­ríkja­stjórn muni setja ír­anska bylt­ing­ar­varðliðið á lista yfir hryðju­verka­sam­tök og nota það sem af­sök­un fyr­ir árás­um á Íran. Seg­ist hann hafa kom­ist að þess­ari niður­stöðu eft­ir að hafa rætt við hátt­setta heim­ild­ar­menn í banda­ríska stjórn­kerf­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert