Segir Bandaríkjastjórn vilja gera árás á Íran

Robert Baer, fyrrverandi starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og núverandi rithöfundur, segir í samtali við ástralskt blað í dag að hann telji að Bandaríkjastjórn hafi í hyggju að gera árásir á valin skotmörk í Íran innan fárra mánaða.

Baer, sem þekkir vel til aðstæðna í Miðausturlöndum, segir að Bandaríkjastjórn muni setja íranska byltingarvarðliðið á lista yfir hryðjuverkasamtök og nota það sem afsökun fyrir árásum á Íran. Segist hann hafa komist að þessari niðurstöðu eftir að hafa rætt við háttsetta heimildarmenn í bandaríska stjórnkerfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert