120 kg af heróíni gerð upptæk

AP

Búlgarska toll­gæsl­an gerði rúm­lega 120 kg af heróíni upp­tæk á landa­mær­um Tyrk­lands og Búlgaríu í dag. Er þetta fjórða skiptið á ár­inu sem heróín er gert upp­tækt á þess­ari landa­mæra­stöð. Heróínið, 123,6, kg, var falið í búlgarskri flutn­inga­bif­reið í 82 pökk­um. Bif­reiðin var að koma frá Íran til Búlgaríu en var stöðvuð á landa­mæra­stöðinni í Lesovo í suðaust­ur­hluta lands­ins.

Alls hafa 236,5 kg af heróíni verið gerð upp­tæk á landa­mæra­stöðinni í Lesovo í ár. Á síðasta ári voru tæp 500 kg af heróíni gerð upp­tæk á landa­mær­um Búlgaríu en landið er einn helsti hlekk­ur­inn í eit­ur­lyfjainn­flutn­ingi til Evr­ópu sam­kvæmt skýrslu banda­rískra stjórn­valda frá því í mars.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka