120 kg af heróíni gerð upptæk

AP

Búlgarska tollgæslan gerði rúmlega 120 kg af heróíni upptæk á landamærum Tyrklands og Búlgaríu í dag. Er þetta fjórða skiptið á árinu sem heróín er gert upptækt á þessari landamærastöð. Heróínið, 123,6, kg, var falið í búlgarskri flutningabifreið í 82 pökkum. Bifreiðin var að koma frá Íran til Búlgaríu en var stöðvuð á landamærastöðinni í Lesovo í suðausturhluta landsins.

Alls hafa 236,5 kg af heróíni verið gerð upptæk á landamærastöðinni í Lesovo í ár. Á síðasta ári voru tæp 500 kg af heróíni gerð upptæk á landamærum Búlgaríu en landið er einn helsti hlekkurinn í eiturlyfjainnflutningi til Evrópu samkvæmt skýrslu bandarískra stjórnvalda frá því í mars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka