Eli Yishai, formaður og ráðherra ísraelska stjórnarflokksins Shas, hefur varið rabbínann Yosef eftir að hann lýsti því yfir að ekki væri furða þótt ísraelskir hermenn féllu í átökunum við Palestínumenn það sem þeir væru ekki nógu trúræknir. "Rabbíninn minn gerir ekki mistök, sagði Yishai í útvarpsviðtali í dag. “Allt sem hann segir er orð Guðs.” Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.
Rabbíninn Ovadia Yosef er andlegur leiðtogi bókstafstrúarflokksins Shas og fyrrum yfirrabbíni Ísraela af austrænum uppruna (Sephardi). Hann sagði í ræðu, sem birt var í útvarpi í Ísrael í morgun, að engin furða væri þótt hermenn féllu, þar sem þeir haldi ekki hvíldardaginn heilagann, fari ekki að lögmáli Guðs og biðji hvorki daglega né beri bænabömd. Þá sagði hann Guð aðstoða þá hermenn sem biðji og trúi og að trúræknir hermenn falli ekki.
Ummæli rabbínans hafa verið harðlega gagnrýnd í Ísrael og hefur Avi Dichter, ráðherra almenningsöryggismála, m.a. lýst því yfir að þau hafi valdið sér og öðrum miklum sársauka.