Sjálfsvígssprengjumaður varð 10 að bana í Falluja

Tíu létust og 11 særðust þegar sjálfsvígssprengjumaður sprengdi sjálfan sig í loft upp þar sem fólk var samankomið við kvöldbænir í mosku í borginni Falluja í Írak, sem er vestur af Bagdad.

Að sögn lögreglu fór sprengjumaðurinn inn á skrifstofur ímamsins, Abdul Shattar al-Jumaili. Þar var Jumaili staddur á fundi ásamt syni sínum og hópi fólks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert