Svíar hætta að styrkja Kínverja og Víetnama

Sænsk stjórn­völd munu í dag til­kynna form­lega, að þeim þjóðum sem munu njóta beinna þró­un­ar­styrkja, verði fækkað úr 70 í 33. Meðal þeirra landa, sem ekki fá leng­ur styrki frá Sví­um eru Kína og Víet­nam. Ekki stend­ur til að lækka heild­ar­upp­hæðina, sem varið er til þró­un­ar­styrkja.

Sví­ar munu eft­ir­leiðis leggja áherslu á að styrkja lönd í þrem­ur hóp­um. Í fyrsta hópn­um eru 12 ríki í Afr­íku, Asíu og Suður-Am­er­íku, sem Sví­ar vilja taka upp lang­tíma­sam­vinnu við.

Í öðrum hópn­um eru 12 ríki í Afr­íku, Asíu, Miðaust­ur­lönd­um og Suður-Am­er­íku sem þar sem hernaðarástand hef­ur ríkt eða rík­ir enn.

Í þriðja hópn­um eru 9 Aust­ur-Evr­ópu­ríki, sem Sví­ar vilja styrkja með til­liti til auk­inn­ar sam­vinnu Evr­ópu­ríkja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert