Abdullah Gül kjörinn forseti Tyrklands

Þingmenn óska Abdullah Gül til hamingju með forsetakjörið.
Þingmenn óska Abdullah Gül til hamingju með forsetakjörið. Reuters

Abdullah Gül, utanríkisráðherra Tyrklands var kjörinn forseti landsins í atkvæðagreiðslu á tyrkneska þinginu í dag en mjög skiptar skoðanir eru um það í landinu hvort maður með hans trúarskoðanir eigi erindi í embættið. Gül, hlaut eftir sem áður atkvæði 339 þingmanna af 550 þingmönnum á tyrkneska þinginu en til að ná kjöri þurfti hann atkvæði 276 þingmanna.

Fagnaðarlæti brutust út meðal þingmanna stjórnarflokksins þegar úrslitin voru tilkynnt. Um er að ræða þriðju atkvæðagreiðslu um málið en her landsins hefur lagðist gegn framboði Gül. Kom andstaða hersins í veg fyrir að því að Gül næði kjöri í fyrstu umferð kosninganna sem fram fór í apríl og í annarri umferð kosninganna í síðustu viku vantaði 26 atkvæði upp á að hann hlyti þá tvo þriðju hluta atkvæða sem hann þurfti til að ná kjöri. Í þriðju umferð kosninganna á þinginu fellur hins vegar niður krafan um tvo þriðju hluta atkvæða og þurfti Gül því einungis einfaldan meirihluta atkvæða til að ná kjöri.

Gül er fulltrúi AK-flokksins, stjórnarflokksins í landinu sem vann glæsilegan kosningasigur í landinu í vor. Framboð hans hefur engu að síður verið umdeilt. AK var áður íslamistaflokkur og margir óttast að borgaralegum gildum – sem höfð hafa verið í heiðri í tyrkneskum stjórnmálum – sé ógnað verði Gul kosinn forseti.

Gül mun sverja embættiseið í þinginu klukkan 15 að íslenskum tíma og hann tekur síðan formlega við forsetaembættinu í kvöld í lokaðri athöfn.

Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, og Abdullah Gül, nýkjörinn forseti, í …
Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, og Abdullah Gül, nýkjörinn forseti, í tyrkneska þinginu í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert