Bandarískir hermenn handtóku sjö íranska embættismenn í Bagdad

Bandarískir landgönguliðar í Bagdad.
Bandarískir landgönguliðar í Bagdad. Reuters

Bandarískar hersveitir í Bagdad í Írak hafa handtekið sjö Írana, sem starfa fyrir íranska raforkumálaráðuneytið, að því er sendiráð Írans í landinu segir.

Talsmaður sendiráðsins sagði í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að búið væri að hafa samband við íranska utanríkisráðuneytisins vegna málsins, sem mun senda bandarískum yfirvöldum bréf í fyrramálið þar sem handtökunum verður mótmælt.

Hann segir að Íranarnir hafi verið í staddir í Bagdad í tengslum við byggingu raforkuvers.

Mennirnir voru handteknir á Sheraton hótelinu í borginni þar sem þeir gista.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert