Kastró segist veðja á Clinton og Obama

Fídel Kastró, leiðtogi Kúbu, er í dag skráður fyrir forustugrein í Granma, blaði kommúnistaflokksina á Kúbu. Þar segir Kastró, að altalað sé að ef Hillary Clinton verði forsetaframbjóðandi og Barack Obama varaforsetaefni hennar muni þau án efa vinna sigur í næstu forsetakosningum.

Kastró, sem er 81 árs, hefur séð níu Bandaríkjaforseta koma og fara frá því hann náði völdum á Kúbu árið 1959. Í greininni í dag segir hann, að allir bandarískir forsetaframbjóðendur, sem vilji ná í atkvæði á Flórída, hafi orðið að krefjast lýðræðisumbóta á Kúbu til að afla sér stuðnings kúbverskra útlaga sem þar búa og mynda öflugan þrýstihóp. Bæði Clinton og Obama hafa hvatt til lýðræðisumbóta á Kúbu.

Kastró hefur ekki komið fram opinberlega frá því í júlí á síðasta ári þegar hann veiktist alvarlega og afhenti Raúl bróðir sínum daglega stjórn á Kúbu. Hann hefur birt tugi greina í Granma en upp á síðkastið hefur verið þrálátur orðrómur meðal útlaga í Miami um að Kastró sé allur.

Eina vísun Kastrós til Georges W. Bush, Bandaríkjaforseta, í nýjustu greininni, er að hann hafi þurft að beita svikum til að tryggja sér sigur á Flórída í forsetakosningunum árið 2000.

Barack Obama og Hillary Clinton. Fídel Kastró segir þau sigurstrangleg …
Barack Obama og Hillary Clinton. Fídel Kastró segir þau sigurstrangleg í næstu forsetakosningum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert