Dæmdir í fangelsi fyrir að pynta hunda til dauða

Fjórir karlmenn voru dæmdir í fangelsi í Frakklandi í dag fyrir að hafa bundið tvo hunda við afturhluta bifreiðar eftir að mennirnir höfðu verið við drykkju. Þeir börðu síðan særð dýrin til dauða með hafnaboltakylfum.

Mennirnir voru fundnir sekir um að hafa dregið hundana nokkra kílómetra leið áður en þeir drápu þá með kylfunum.

Þeir voru dæmdir hver fyrir sig í ársfangelsi, þar af eru átta mánuðir skilorðsbundnir. Mennirnir verða á skilorði næstu tvö árin. Þá var þeim jafnframt gert að greiða eigendum hundana 2.000 evrur (rúmar 175.000 kr.) í skaðabætur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert