Dregur úr eldunum í Grikklandi

Bóndi vökvar vínberjaakur sinn í Ploutohori í Peloponnesíu. ,
Bóndi vökvar vínberjaakur sinn í Ploutohori í Peloponnesíu. , AP

Nokkuð hefur nú dregið úr skógareldunum í Grikklandi. Bæði brenna nú færri eldar en undanfarna daga og eru þeir minni. “Stóru eldarnir tveir í Eleia í Peloponnesíu og við þorpið Seta á eyjunni Evia brenna enn en þeir eru ekki jafn miklir og áður,” segir talsmaður grískra yfirvalda.

Aðaláhersla slökkvistarfsins er nú lögð á svæðið umhversins Eleia í Vestur-Peloponnesíu þar sem flest dauðsföll hafa orðið vegna eldanna en 63 hafalátið lífið í þeim frá því á föstudag.

Rúmlega 2.000 hermenn og að minnsta kosti 800 slökkviliðsmenn eru nú að störfum við að ráða niðurlögum eldanna en heldur hefur nú dregið úr vindi á svæðunum og hefur það auðveldað starf þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka