Missti hluta höfuðsins í heilaaðgerð

Dóm­stóll í Þýskalandi hef­ur dæmt karl­manni 3.000 evr­ur (rúm­ar 260.000 kr.) í skaðabæt­ur vegna læknam­istaka sem urðu þegar maður­inn fór í heil­sk­urðaðgerð. Græða þurfti plast­stykki efst á höfuðkúpu manns­ins eft­ir að kæliskáp­ur á sjúkra­hús­inu, þar sem aðgerðin var fram­kvæmd, bilaði.

Lækn­ar fjar­lægðu hluta af höfuðkúpu manns­ins og settu í kæliskáp­inn á meðan þeir fram­kvæmdu aðgerðina. Kæliskáp­ur­inn var hins­veg­ar gallaður og kældi ekki stykkið sem lækn­arn­ir fjar­lægðu. Af þeim sök­um var ekki hægt að græða það aft­ur við höfuðkúp­una. Lækn­arn­ir ákváðu því að græða plast­plötu í staðinn.

Maður­inn krafðist 20.000 evra í skaðabæt­ur, en hann hélt því fram að plastið ylli hon­um höfuðverkj­um auk þess sem það hefði áhrif á jafn­vægið og gerði hann næm­an gagn­vart veðurfars­breyt­ing­um.

Eft­ir að hafa ráðlagt sig við sér­fræðinga komst dóm­stóll­inn að þeirri niður­stöðu að það væri aðgerðin, en ekki plast­stykkið, sem olli mann­in­um óþæg­ind­um.

Dóm­stóln­um þótti því 3.000 evr­ur viðeig­andi skaðabæt­ur. Þá sagði talsmaður dóm­stóls­ins að nýja „topp­stykkið“ væri í raun betra en það gamla.

Frétta­vef­ur Reu­ters greindi frá þessu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka