Tveimur mönnum sem handteknir höfðu verið í tengslum við morðið á rússneska rannsóknarblaðamanninum Önnu Politkovskaju var í dag sleppt úr haldi. Á mánudaginn var voru tíu menn handteknir í tengslum við málið en þriðji aðilinn er ekki lengur talinn tengjast málinu.
Ýtir þetta að sögn fréttaskýrenda undir efasemdir um málshöfðun saksóknarans. Er tilkynnt var um handtökurnar á mánudaginn mátti heyra efasemdaraddir í rússneskum fjölmiðlum og var ritstjóri dagblaðsins sem Politkovskaja starfaði við fullur efasemda um að þær myndu leiða til lausnar á þessu máli.