Spænskum ströndum lokað eftir hákarlaheimsókn

Sandháfurinn fangaður í Tarragona fyrr í þessum mánuði.
Sandháfurinn fangaður í Tarragona fyrr í þessum mánuði. Reuters

Í annað sinn í þessum mánuði hefur spænskum baðströndum verið lokað vegna hákarls sem sést hefur við leik í flæðarmálinu. Að þessu sinni var nokkrum ströndum í grennd við La Manga sem er í Murcia-héraði skammt norðan við Cartagena lokað eftir að baðgestir rákust á tveggja metra langan hákarl.

Sjávarlíffræðingar og dýralæknar hafa verið sendir á svæðið til að veiða hákarlinn í sérstaka gildru og til að sleppa honum annarsstaðar ef hann reynist heilbrigður.

Fyrr í þessum mánuði var slasaður sandháfur fangaður í Tarragona en hann reyndist vera með mikil innvortis meiðsl eftir að hafa gleypt stóran öngul.

Enn er ekki búið að staðfesta hvaða hákarlategund það er sem nú plagar baðgesti við La Manga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert