Vilja einangra sígauna með aðskilnaðarmúr

Verðlaunamynd sem sýnir sígauna í Slóvakíu.
Verðlaunamynd sem sýnir sígauna í Slóvakíu. mbl.is

Bæj­ar­yf­ir­völd í tékk­neska bæn­um Havlickuv Brod íhuga nú að reisa múr til að skilja á milli svæða sígauna og hverfa annarra íbúa bæj­ar­ins. Sígaun­ar eru mjög óvin­sæl­ir í Tékklandi og segja fé­lags­fræðing­ar í land­inu að sögu­leg staða þeirra sem lág­stétt­ar hafi jafn­vel styrkts enn frek­ar í sessi eft­ir fall komm­ún­ism­ans. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Sígaun­arn­ir segja einnig sjálf­ir að síður en svo hafi dregið úr for­dóm­um og mis­mun­un gegn þeim á und­an­förn­um árum en um tíu millj­ón­ir sígauna búa í Evr­ópu, flest­ir þeirra í Mið- og Aust­ur-Evr­ópu.

„Vand­ræðafjöl­skyld­urn­ar eyðileggja allt sem þær koma auga á í sam­eign­inni,” seg­ir Rud­olf Stara, talsmaður íbúa í einu af fjöl­býl­is­hús­um bæj­ar­ins í sam­tali við blaðið Mlada Fronta Dnes. „Þær eru árás­ar­gjarn­ar, brjóta glugga, bíl­rúður og loft­net. Börn þeirra hoppa á bíl­un­um og kasta stein­um.”

Cenek Juzl aðstoðarbæja­stjóri tek­ur í sama streng. „Þeir eru fé­lags­lega van­hæf­ir. Ná­grönn­um þeirra líður illa með þeim, þeir sóða út í kring um sig eyðileggja bíla. Það koma upp deil­ur í hverri viku. Það væri besta lausn að aðskilja íbú­ana."

Áður hef­ur verið reynt að að skilja svæði sígauna frá öðrum hverf­um í Tékklandi en árið 1999 var fallið frá áform­um um bygg­ingu aðskilnaðar­múrs í bæn­um Usti Nad Labem vegna mót­mæla mann­rétt­inda­sam­taka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert