Flugvél Atlantic Airways ekið út af flugbraut í Færeyjum

Flugvél Atlantic Airways ók út af flugbrautinni á flugvellinum í Vogum í Færeyjum í morgun. Flugstjóri vélarinnar, sem er af gerðinni British Airoespace BA 146, varð var við bilun í bremsubúnaði er hann var að undirbúa flugtak á leið til London og ákvað því að aka vélinni út á öryggissvæði við flugbrautina.

Engan sakaði í atvikinu en mikill óttu greip um sig meðal farþega. Á síðasta ári hafa flugmenn fjórum sinnum orðið að nauðlenda flugvélum Atlantic Airways vegna bilana í bremsubúnaði og í október á síðasta ári létu fjórir lífið er flugvél flugfélagsins fórst á Stord í Noregi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert