Gæsluvarðhald nasistaleiðtoga framlengt

Jonni Hansen í mótmælunum.
Jonni Hansen í mótmælunum. Reuters

Dómstóll í Danmörku framlengdi gæsluvarðhald leiðtoga danskra nasista, Jonni Hansen, um fjórar vikur. Hansen var handtekinn í Kolding fyrir tveimur vikum síðan þegar danskir nasistar minntust þess að 20 ár eru liðin frá dauða Rudolf Hess, varaformanns þýska Nasistaflokksins í tíð Hitlers.

Í mótmælunum lenti hann í átökum við hóp lögreglumanna og slapp með naumindum undan því að vera keyrður niður af lögreglubíl. Hann var handtekinn og kærður fyrir líkamsárás.

Samtals átta menn voru handteknir, þar af er einn fylgismaður Hansens enn í gæsluvarðhaldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert