Þúsundir Palestínumanna á Gasa mótmæla yfirráðum Hamas á svæðinu, þrátt fyrir bann við almenningssamkomum. Búið var að skipuleggja bænastundir víða um svæðið, sem breyttust í mótmælagöngur í gegnum helstu bæi.
Frést hefur af átökum á svæðinu og er talið að einhver fjöldi manna hafi slasast. Mótmælendur ásaka Hamas um að brjóta gegn borgarlegum réttindum íbúa og nota moskur til þess að breiða út áróður.
Á fréttavef BBC kemur fram að þetta séu stærstu mótmæli gegn Hamas síðan samtökin tóku yfir Gasa í júní á þessu ári. Hamas varaði fólk við að mæta í mótmælin, sem skipulög voru af mótherjum þeirra, þar á meðal Fatah.