Robert Mugabe, forseti Zimbabve hefur bannað allar launa- og verðhækkanir í landinu nema sérstök heimild yfirvalda hafi fengist fyrir þeim. 7.600% verðbólga er nú í landinu og hefur hún skapað mikla fátækt.
„Enginn hvorki í einkageiranum né opinbera geiranum má hækka laun, leigu, verð, þjónustugjöld eða skólagjöld á grundvelli hækkunar eða yfirvofandi hækkunar á neysluvísitölu, skráðu eða óskráðu gengi, hækkun tolla eða vörugjalda,” segir í ríkisblaðinu Herald „Þetta mun koma af stað keðjuverkun sem mun draga úr verðbólgu þar sem verðhækkanir verða allar mun minni en að undanförnu. Þeir sem brjóta gegn þessu geta átt von á sektum, fangelsisdómum eða hvoru tveggja."
Tveir mánuðir eru frá því yfirvöld í landinu gáfu fyrirtækum fyrirmæli um að lækka verð á vörum og þjónustu um helming en sú aðgerð hefur stuðlað að miklum vöruskorti í landinu