Múslímar mótmæla í Svíþjóð

Nokkur helstu samtök múslíma í Svíþjóð munu taka þátt í mótmælasamkomu við skrifstofur blaðsins Nerikes Allehanda í dag til að mótmæla birtingu blaðsins á skopmyndum af Múhameð spámanni. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

“Við höfum reynt að hemja tilfinningar félagsmanna en það er ekki auðvelt. Við viljum ekki að atburðir af þessu tagi breiðist út um heiminn,” segir Jamal Lamhamdi , talmaður samtakanna Svensk Islamiskt Kulturcenter.

Bæði yfirvöld í Íran og Pakiastan hafa þegar fordæmt birtingu myndanna, sem m.a sýna spámanninn sem hund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert