Fulltrúar 158 ríkja, sem sitja ráðstefnu um umhverfismál á vegum Sameinuðu þjóðanna í Austurríki, hafa í stórum dráttum náð samkomulagi um markmið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hjá þeim þjóðum, sem menga mest.
Á ráðstefnunni náðist óformlegt samkomulag um, að iðnríki skuli stefna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 25-40% fyrir árið 2020.
Sérfræðingar segja, að miðað verði við þessa niðurstöðu á leiðtogafundi um umhverfismál, sem haldinn verður í desember á Bali í Indónesíu.