SÞ hefja rannsókn á hættulegum efnum sem fundust í New York

Höfuðstöðvar SÞ í New York.
Höfuðstöðvar SÞ í New York. AP

Ban Ki-moon, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, boðaði hátt­setta emb­ætt­is­men sam­tak­anna á sinn fund í New York í dag til að kom­ast að því hvernig á því stæði að hættu­leg efni, sem nota mætti í efna­vopn, hafi verið geymd á skrif­stof­um SÞ á Man­hatt­an.

Vopna­eft­ir­lits­menn SÞ greindu frá því í gær að þeir hefðu fundið lít­il­ræði af fos­geni, sem litar­laust eit­ur­efni frá dög­um fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar er ræðst á lungu fólks. Efn­in voru geymd í ílát­um sem höfðu verið flutt frá Írak til New York fyr­ir 10 árum síðan. Þar höfðu þau verið geymd all­an þenn­an tíma.

Ban hyggst láta rann­saka við hvaða aðstæður efn­in voru flutt frá Írak til Banda­ríkj­anna og hvers vegna efn­in fund­ust árið 2007 en ekki fyrr. Þá vill Ban að kannað verði hvaða ör­ygg­is­regl­ur séu gild­andi í höfuðstöðvun­um og nær­liggj­andi skrif­stof­um. Einnig vill hann láta rann­saka hvort öll­um ör­ygg­is­regl­um sé fylgt.

Emb­ætt­is­menn­irn­ir, sem Ban kallaði á sinn fund, voru annað hvort farn­ir til Tór­ínó á Ítal­íu á leiðinni þangað, en þar áttu þeir að vera viðstadd­ir leiðtoga­fund sem Ban á að stýra.

Ban hef­ur tekið þá ákvörðun að aðstoðarfram­kvæmd­ar­stjóri SÞ, Dav­id Veness, sem sér um ör­ygg­is­mál, Alicia Barcena, sem held­ur utan um fram­kvæmd­ar­mál, varaaðstoðarfram­kvæmda­stjóri SÞ, Asha-Rose Mig­iro og starfs­manna­stjóri SÞ, Vijay Namb­i­ar, muni ekki taka þátt í ráðstefn­unni vegna máls­ins sem upp kom í New York.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka