Maður sem grunaður er um að hafa myrt heimilislausan mann og borðað innyfli hans var handtekinn og settur í einangrun inni á lokaðri geðdeild.
Maðurinn, sem einnig er heimilislaus, er kallaður Robert A og er 19 ára gamall Þjóðverji. Hann var handtekinn í íbúð í Vínarborg sem notuð er sem undir gistirými fyrir heimilislausa. Robert er grunaður um að hafa brotið höfuðkúpu fórnarlambs síns með 10 kílógramma þungu lóði og rist líkama mannsins upp með vasahníf.
Embættismenn hafa staðfest að lögregla fann disk með innyflum í íbúðinni, en hefur ekki úrskurðað um hvort maðurinn borðaði innyfli fórnarlambsins.
Verið er að kanna lífsýni sem tekin voru á vettvangi og á þeim grunaða, sem var með blóð í kringum munninn þegar hann var handtekinn.