Dönsk blöð birta „Múhameðshundinn"

Mótmælt hefur verið utan við skrifstofur Nerikes Allehanda undanfana daga.
Mótmælt hefur verið utan við skrifstofur Nerikes Allehanda undanfana daga. AP

Dönsk dag­blöð hafa lýst stuðningi sín­um við Svía í deil­unni sem upp er kom­in vegna Múhameðs-hunds­ins, svo­kallaða, mynd­ar sem birt var í sænsku héraðsblaði fyr­ir skömmu af Múhameð spá­manni í hunds­líki, og valdið hef­ur mikl­um úlfaþyt. Dag­blöðin Berl­ingske Tidende, Jyl­l­ands-Posten og Politiken hafa nú öll birt mynd­ina.

Berl­ingske Tidende, birti ekki skop­mynd­irn­ar af Múhameð til að lýsa yfir stuðningi fyr­ir tæp­um tveim­ur árum þegar mót­mæl­in hóf­ust, blaðið hef­ur síðan fengið nýj­an rit­stjóra, Lis­beth Knudsen, og seg­ist hún hefði birt mynd­irn­ar hik­laust, ef hún hefði verið þá við stjórn­völ­inn.

Birt­ingu mynd­ar­inn­ar í sænska blaðinu Nerikes Allehanda hef­ur verið mót­mælt víða í lönd­um þar sem múslim­ar eru í meiri­hluta, þótt óánægj­an virðist ekki jafn al­menn og mik­il og þegar Jyl­l­ands-Posten birti 12 skop­mynd­ir af spá­mann­in­um fyr­ir tveim­ur árum.

Dagens Nyheter, eitt stærsta dag­blað Svíþjóðar, lýsti því yfir í dag að Sví­ar myndu ekki biðjast af­sök­un­ar á birt­ing­unni þar sem þeim bæri nú skylda til að verja sann­fær­ingu sína og standa fyr­ir op­inni umræðu og að múslim­ar sem hefðu móðgast fengju ekki þá af­sök­un­ar­beiðni sem þeir vonuðust eft­ir.

Ulf Johan­sen, rit­stjóri Nerikes Allehanda, hitti í dag tals­menn sænskra múslima sem staðið hafa í mót­mæl­um og sagðist harma það ef ein­hverj­ir hefðu móðgast, það hafi ekki verið ætl­un­in. Hann hef­ur hins veg­ar neitað að biðjast af­sök­un­ar á birt­ing­unni.

Stóru dönsku blöðin þrjú hafa nú öll birt myndina af …
Stóru dönsku blöðin þrjú hafa nú öll birt mynd­ina af „Múhameðshund­in­um", þar á meðal Jyl­l­ands-Posten sem birti á sín­um tíma skop­mynd­irn­ar tólf af spá­mann­in­um mbl.is/​GSH
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert