Kötturinn reyndist í vímu

Köttur, sem var svo órólegur að eigandi hans fór með hann til dýralæknis, reyndist vera í kókaínvímu en hann hafði gætt sér á leifum af kókaíni og örvandi efnum eftir mikla matarveislu sem haldin var á heimili hans helgina áður.

Þegar komið var með köttinn á dýraspítala í Sydney í Ástralíu var hann með hjartslátt og augasteinarnir voru útþandir. Hann átti erfitt með gang og var afar órólegur, að sögn blaðsins The Sydney Morning Herald.

Dýralæknarnir gátu ekki mælt hita kattarins og ekki tekið úr honum blóðsýni. Eigandinn fullyrti, að kisa hefði ekki komið nálægt eitruðum plöntum, mygluðum matvælum eða lyfjum. En eiginkona mannsins, sem hringt var í, viðurkenndi að kötturinn kynni að hafa sleikt diska, sem notaðir voru við kókaínneyslu í mikilli veislu tveimur dögum fyrr.

Lyfjapróf leiddi einnig í ljós, að kötturinn hafði neytt örvandi lyfja. Eigandinn fékk að fara með köttinn með sér heim en áströlsk lög leggja ekki þá skyldu á herðar dýralækna að tilkynna um fíkniefnaneyslu dýra.

Fjallað var um málið í tímariti dýralækna í Ástralíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert