Larry Craig tilkynnir um afsögn sína

Öldungadeildarþingmaðurinn Larry Craig
Öldungadeildarþingmaðurinn Larry Craig AP

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Larry Craig tilkynnti í dag um afsögn sína á blaðamannafundi í Boise í Idaho. Sagðist hann tilkynna það með harmi og eftirsjá að hann hyggðist hætta störfum í öldungadeildinni frá og með 30. september.

Craig var handtekinn á salerni í flugstöð í Minneapolis og ákærður fyrir ósæmilega framkomu gagnvart öðrum karlmanni, sem reyndist vera óeinkennisklæddur lögreglumaður.

Craig játaði upphaflega brotið og greiddi smávægilega sekt en eftir að málið komst í fjölmiðla fyrir nokkrum dögum hefur hann fullyrt, að hann hafi ekki verið með kynferðislega tilburði og aðeins játað í þeirri von að þar með væri málinu lokið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert