Einn lést í sprengjutilræði í Nepal

Fjórar sprengjur sprungu í Katmandú, höfuðborg Nepal í dag, tvær þeirra nærri bækistöðvum hersins. Einn lést í sprengingunum og þrettán eru særðir. Enginn hefur enn lýst tilræðinu á hendur sér en hryðjuverkaárásir hafa ekki verið gerðar í borginni frá því að uppreisnarmenn hófu friðarviðræður við stjórnvöld á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert