Felix nær fellibyljastyrk

Gervihnattamynd sýnir Felix á Karíbahafi.
Gervihnattamynd sýnir Felix á Karíbahafi. AP

Stormurinn Felix, sem myndaðist nýlega á Atlantshafi, náði fellibyljastyrk í nótt en hann stefnir nú á eyjuna Aruba í Karíbahafi. Búist er við að Felix sæki í sig veðrið næsta sólarhringinn. Gert er ráð fyrir að óveðrið fari fram hjá Hollensku Antillaeyjum á næstu klukkustundum og gæti hugsanlega gengið á land í Belize.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert