Gæsluvarðhalds krafist yfir 17 vegna óeirðanna í Kaupmannahöfn

Frá óeirðunum í nótt
Frá óeirðunum í nótt AP

Í það minnsta 17 af þeim 63 sem handteknir voru í óeirðunum á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í gær koma fyrir dómara í dag og verður krafist gæsluvarðhalds yfir þeim. Fólkið var handtekið vegna skemmdarverka og óláta en verslanir á Norðurbrú voru eyðilagðar og úr þeim stolið í gær auk þess sem bál voru kveikt á götum úti.

51 karl var handtekinn og 12 konur, tveir þeirra handteknu voru ungmenni undir fimmtán ára aldri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert