Tugir handteknir í óeirðum í Kaupmannahöfn

Ungdomshuset rifið í mars sl.
Ungdomshuset rifið í mars sl. Reuters

Sextíu og þrír voru handteknir í nótf í Kaupmannahöfn eftir að mótmælum til minningar um Ungdomshuset í Kaupmannahöfn lauk með ólátum. Hundruð ungmenna tóku þátt í mótmælunum og kveiktu mótmælendur í vegatálmum og brutu rúður verslana.

Hálft ár er síðan Ungdomshuset, miðstöð ungra anarkista og utangarðshópa, var rifið þrátt fyrir mikil mótmæli ungmennanna. Enginn meiddist í óeirðunum utan hvað einn lögreglumaður meiddist þegar táragashylki sprakk fyrir slysni inni í lögreglubíl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka