Bush laumað út úr Hvíta húsinu í skjóli nætur

Bush Bandaríkjaforseti með bandarísum hermönnum í Al-Asad herstöðinni í Anbar-héraði …
Bush Bandaríkjaforseti með bandarísum hermönnum í Al-Asad herstöðinni í Anbar-héraði i dag. AP

George W. Bush Bandaríkjaforseti laumaðist út úr Hvíta húsinu í skjóli myrkurs er hann lagði upp í ferð sína til Íraks seint í gærkvöldi en gefin hafði verið út ferðaáætlun fyrir hann þar sem fram kom að hann myndi halda til leiðtogafundar í Ástralíu sextán tímum eftir að hann hélt áleiðis til Íraks. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins, segir það hafa verið þátt í öryggisráðstöfunum vegna ferðarinnar að gefa út ranga ferðaáætlun.

Fyrst var greint frá ferð Bush til Íraks eftir að hann og föruneyti hans lentu í Asad herstöðinni í Anbar-hérað en Snow segir þá staðsetningu hafa verið valda, fyrir fund forsetans með íröskum ráðamönnum og bandarískum varnarmálasérfræðingum, vegna þess hversu miklar framfarir hafi orðið í öryggismálum í héraðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert