Bush og helstu hernaðarráðgjafar hans í Írak

George W. Bush Bandaríkjaforseti í Washington í gær
George W. Bush Bandaríkjaforseti í Washington í gær AP

George W. Bush Bandaríkjaforseti, Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Stephen Hadley, þjóðaröryggisráðgjafi, komu óvænt til Íraks í morgun til fundar við íraska leiðtoga og yfirmenn bandaríska herliðsins í landinu.

„Þetta er stærsti fundur hernaðarráðgjafa forsetans og leiðtoga Íraka sem haldinn verður í aðdraganda ákvörðunar forsetnas um framhaldið,” segir Geoff Morrell, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins Pentagon.

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Peter Pace, yfirmaður bandaríska heraflans, William Fallon, yfirmaður hersveita Bandaríkjahers í Miðausturlöndum og David Petraeus, yfirmaður bandaríska heraflans í Írak voru fyrir í landinu og tóku þeir á móti Bush og liði hans er það kom til Al-Asad herstöðvarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert