Felix orðinn fjórða stigs fellibylur

Gervinhattamynd af Felix á Karíbahafi undir kvöld.
Gervinhattamynd af Felix á Karíbahafi undir kvöld. AP

Fellibylurinn Felix er eftir vaxið að styrkleika í dag og var nú í kvöld búinn að ná fjórða stigi fellibylja. Spár gera ráð fyrir að hann kunni að ná 5. og hæsta stigi á næsta sólarhring og meðalvindhraði fari upp í 69 metra á sekúndu. Felix er á Karíbahafi og er gert ráð fyrir að hann fari framhjá Caymaneyjum og Jamaíka og Hondúras og skelli á ströndum Belize á miðvikudag.

Spár gera ráð fyrir að Felix fari sunnar en fellibylurinn Dean, sem olli miklu tjóni á eyjum á Karíbahafi og Mexíkó nýlega. Gangi þær spár eftir munu olíuvinnslusvæði við á Mexíkóflóa væntanlega sleppa.

Annar hitabeltisstormur, Henrietta, er nú við Kyrrahafsströnd Mexíkó og nálgast fellibylsstyrk. Ekki er gert ráð fyrir að óveðrið gangi á land í Mexíkó en aurskriður, sem féllu í Acapulco í gær og raktar eru til óveðursins, urðu sex manns að bana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert