Fóru á fyllerí í líkbíl

Lögregla í Soweto í Suður-Afríku handtók tvo menn, sem stálu líkbíl með líkkistu og fóru á fyllirí í borginni. Mennirnir voru handsamaðir eftir að bíllinn varð bensínlaus.

Að sögn blaðsins The Sowetan fóru mennirnir inn á bar þar sem þeir hittu þrjár konur og báðu þær að hjálpa sér að ýta bílnum á næstu bensínstöð. Þeir sögðu konunum, að líkið í bílnum væri af ættingja þeirra og þeir væru að fara með það til útfarar. Konurnar hringdu hins vegar til lögreglunnar.

Haft er eftir lögreglumanni, að mennirnir hafi ekki getað framvísað skjölum um líkið og þeir hafi greinilega verið drukknir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka