Moira Cameron er fyrsta konan sem gætir krúnudjásnanna í Tower of London. Hún hóf störf í dag sem Beefeater eins og vaktmennirnir 35 sem gæta kórónu og veldissprota Elísabetar drottningar nefnast. Cameron er ekki fyrsta konan sem sótt hefur um starfið en sú fyrsta sem hefur verið valin til að þjóna á þessum sögufræga stað.
Beefeaters nafnið varð til er þessir mikilvægu varðmenn fengu auka kjötskammt þegar skortur var á kjötmeti.
Varðsveitin var stofnuð 1485 og í dag eru það 35 varðmenn sem kallast Beefeaters en opinberlega nefnast þeir Yeoman Warders sem búa í Tower of London og sýna ferðamönnum staðinn jafnt sem þeir gæta djásnanna.