Maður handtekinn fyrir að stela brú

Lögregla í Rússlandi hefur handtekið 45 ára bæjarstarfsmann fyrir að stela fimm metra langri brú.

Hún hvarf af stæði sínu þar sem hún lá yfir á í Ríjazan-héraði, austur af Moskvu.

Segir lögreglan að maðurinn hafi notað vörubíl sinn til að flytja brúna á brott, hlutað hana í smátt og selt í brotajárn.

Lögreglan í Ríjazan segir þetta "rúmfrekasta þjófnað ársins."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert