Skólabörn flutt úr skólum í Sderot

Hermenn vinna nú að því að flytja smábörn á brott frá vöggustofu í Sderot í Ísrael en flugskeyti höfnuðu í garði vöggustofunnar í morgun. Þá segir Batya Katar, formaður foreldrasamtaka bæjarins, að allir foreldrar í bænum ætli að taka börn sín úr skóla þar sem þeir treysti því ekki að öryggi þeirra sé tryggt.

Mikil reiði ríkir meðal almennings í bænum yfir því að’ stjórnvöldum skuli ekki hafa tekist að stöðva flugskeytaárásir Palestínumanna yfir landamærin frá Gasasvæðinu.

"Það eru rútur á leiðinni til að sækja þau börn sem hafa ekki þegar verið sótt," sagði Katar í símtali við fulltrúa The Associated Press fréttastofunnar. “Ástandið er greinilega að versna og það er engin lausn í sjónmáli.”

22.000 manns búa í Sderot

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert