Flugmaður hjá Ukraine International Airlines sem millilenti farþegaþotu á Arlanda-flugvelli í Stokkhólmi á leið frá Úkraínu til Kanaríeyja með 157 farþega innanborðs reyndist vera undir áhrifum áfengis. Starfsmaður flugvallarins fann áfengislykt af flugstjóranum og tilkynnti lögreglu.
Flugstjórinn var látinn blása í alkóhólmæli og samkvæmt Dagens Nyheter kom þá í ljós að hann var undir áhrifum og mun hafa flogið vélinni í því ástandi.
Vélin átti að halda ferð sinni áfram klukkan 13.20 í dag en hafði enn ekki farið í loftið klukkan 18.
Flugstjórinn hefur verið látið laus en óvíst er hvaða refsingu hann kann að hljóta, samkvæmt sænskum lögum getur hann hlotið allt að tveggja ára fangelsisdóm.