Nasistaáróður á netinu rannsakaður

Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú myndband sem vistað var á vefsíðunni You Tube þar sem austurrískir hermenn heilsa hvor öðrum með nasistakveðju og segja „Heil Hitler”. Varnarmálaráðuneytið segist hafa yfirheyrt fjölda manns vegna málsins.

Það er ólöglegt í Austurríki að dreifa áróðri nasista og sagði varnarmálaráðherrann að slíkt væri ekki liðið.

Samkvæmt fréttavef BBC var myndbandið að öllum líkindum tekið á farsíma. Það sýnir tvo menn í herbúðum í Salzburg heilsa hvorum öðrum að hætti nasista hefur verið tekið af netinu.

Mennirnir gætu hlotið fangelsisdóm allt að tíu árum ef þeir verða fundnir sekir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert