Óku á vatnabuffal á Englandi

Þrír slösuðust, þó ekki alvarlega, þegar bíll lenti á vatnabufflinum William Shakespeare á vegi í norðurhluta Englands í gær. Buffallinn, sem hafði sloppið úr nálægri girðingu, drapst við áreksturinn.

19 ára gamall piltur ók á buffalinn og þurfti að beita klippum til að ná manninum út úr bílflakinu. Þá lentu tveir aðrir bílar í árekstri þegar þeir reyndi að forðast árekstur við dýrið. Ökumaður og farþegi í öðrum bílnum voru fluttir á sjúkrahús.

William Shakespeare var í eigu bónda í Kumbríu en það svæði er einkum þekkt fyrir sauðfjárrækt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka