Verkföll lama enn jarðlestarkerfið í Lundúnum

Starfsmenn jarðlestakerfisins eru enn í verkfalli, sem hófst síðdegis í gær. Engin þjónusta er á 9 af 12 áætlunarleiðum lestanna og hefur þetta valdið miklu umferðaröngþveiti í borginni.

Verkfallið var boðað vegna þess að fyrirtækið Metronet, sem séð hefur um viðhald á lestum, hætti rekstri. Verkalýðsfélög vilja fá staðfestingu á að starfsmenn muni ekki missa störf vegna þessa eða eftirlaunarétt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert