Afdrifarík stafsetningarvilla

Stafsetningarvilla á netinu varð til þess að norsk fjölskylda fór óvænt í sumarfrí til lítils bæjar í Suður-Frakklandi, að því er starfsmenn flugvallar þar greindu frá í dag.

Fjölskyldan taldi sig hafa bókað flug til grísku eyjarinnar Rhodos, en þess í stað láð leiðin frá Ósló, um London og til Rodez, höfuðstaðar Aveyron-héraðs í Frakklandi.

Að sögn flugvallarstarfsmanna í Rodez gera á ári hverju um tíu ferðamenn þessi mistök.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka