Al Qaeda að koma undir sig fótunum á ný

Jakob Scharf, yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar PET
Jakob Scharf, yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar PET AP

Jakob Scharf, yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar PET segir al Qaeda samtökin hafa styrkst á ný. “PET hefur fengið staðfestingu á því að al Qaeda hafi náð fótsestu á ný eftir að hafa átt í vök að verjast og að samtökin hafi nú bolmagn til að gera hryðjuverkaárásir á Vesturlöndum, m.a. í Danmörku,” segir hann en átta menn voru handteknir í Danmörku í gær grunaðir um að vinna að undirbúningi hryðjuverkaárása.

Brynjar Lia, sérfræðingur hjá rannsóknarstofnun norska utanríkisráðuneytisins tekur í sama streng. “Sem samtök hafa al Qaeda gengið í gegn um endurreisn á undanförnum tveimur árum ekki síst vegna þess að þeim hefur tekist að koma sér upp litlum höfuðstöðvum og þjálfunarbúðum sérstaklega á svæðum ættbálkastjórnsvæðanna í Pakistan. Þetta hefur veitt þeim tækifæri til að safna saman, þjálfa og mennta heilaga stríðsmenn,” segir hann.

Þá segir hann samtökunum einnig hafa tekist að mynda tengsl við róttæka hópa múslíma á Vesturlöndum. Hann ítrekar þó að styrkur samtakanna sé ekki sá sami og hann var á árunum 2000 og 2001. "Grunnskipulagið hefur þó verið endurbyggt og nú liggja aftur fyrir heimilisföng sem menn geta leitað uppi vilji þeir taka þátt í heilögu stríði," segir Lia.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert