George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í Ástralíu í morgun að ástand öryggismála í Írak væri að breytast og að svigrúm væri að myndast fyrir sættir í landinu. Þá sagði hann þá staðreynd að íraska þingið hafi samþykkt 60 lagafrumvörp væri ljóslifandi sönnun þess að ríkisstjórnin væri starfhæf en fram kom í skýrslu eftirlitsstofnunar Bandaríkjaþings sem kynnt var í gær að stjórnin væri ekki starfhæf. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.