Craig að hugsa um að hætta við að hætta

Larry Craig
Larry Craig AP

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Larry Craig, sem í síðustu viku lýsti því yfir að hann myndi segja af sér þingmennsku vegna hneykslismáls, íhugar nú að hætta við að hætta, að sögn bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN.

Craig var í júní handtekinn á salerni á flugvellinum í Minneapolis eftir að hann leitaði á annan karlmann, sem reyndist vera óeinkennisklæddur lögreglumaður. Craig játaði þá á sig ósæmilega hegðun og slapp með smávægilega sekt. En eftir að málið komst í hámæli í lok ágúst fullyrti Craig að hann væri saklaus og hefði aðeins játað til að losna við óþægindi. Hann hefur krafist þess að mál sitt verði tekið upp og hafði CNN eftir talsmanni Craigs, að þingmaðurinn kunni að endurskoða þá ákvörðun að hætta þingmennsku verði hann hreinsaður af ákærunni.

Craig hefur verið þingmaður Repúblikanaflokksins í Idaho í 27 ár. Hann var beittur miklum þrýstingi flokksforustunnar um að segja af sér vegna málsins enda þolir flokkurinn ekki mikil áföll.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert