Sextán voru fluttir á sjúkrahús vegna reykeitrunar eftir að eldur kom upp á vinsælu hóteli í Bangkok í Tailandi í nótt en ekkert eldvarnarkerfi reyndist vera í húsinu og tók það slökkvilið þrjá klukkutíma að ráða niðurlögum eldsins. Eldurinn kom upp á annarri hæð Mandarin hótelsins og þurftu fjögur hundruð erlendir gestir þess að yfirgefa það.
Daninn Martin Andersen, sem var meðal gesta segir ekkert viðvörunarkerfi hafa verið á hótelinu og að mikið öngþveiti hafi skapast eftir að eldurinn kom upp. Bretinn George Adigun tekur í sama streng: “Það hefur verið mjög illa að verki staðið,” segir hann. “Það virðist enginn hafa stjórn á hlutunum. Húsið var ekki rýmt skipulega og þegar við vorum komin út kom enginn frá hótelinu til að segja okkur hvað væri um að vera.