Felix skilur eftir sig slóð eyðileggingar

Fólk flýr undan Felix.
Fólk flýr undan Felix. AP

Tala þeirra sem látist hafa af völdum fellibyljarins Felix í Níkaragva er komin upp í 21 manns og fjölgar þeim eftir því sem björgunarsveitir leita í rústum húsa í norðausturhluta landsins þar sem stormurinn hefur skilið eftir sig slóð mikillar eyðileggingar.

Samkvæmt AFP fréttastofunni hafa þúsundir heimila eyðilagst við strendur Níkaragva en óttast er að gríðarlegt magn af regnvatni sem bylurinn jós úr sér yfir nágrannaríkið Hondúras eigi eftir að valda miklum flóðum og aurskriðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert