Flaug með virkar kjarnorkusprengur yfir þver Bandaríkin

B-52 er átta hreyfla þota, ein stærsta sprengjuflugvél sem til …
B-52 er átta hreyfla þota, ein stærsta sprengjuflugvél sem til er í heiminum. Reuters

Bandarísk B-52 sprengjuflugvél flaug fyrir mistök yfir þver Bandaríkin í síðustu viku með sex stýriflaugar sem allar voru búnar virkum kjarnaoddum. Bandaríkjaher staðfesti þetta í dag. George W. Bush, Bandaríkjaforseta, var skýrt frá málinu eftir að mistökin uppgötvuðust en kjarnaoddarnir fundust eftir að vélin lenti í Louisiana.

Embættismaðurinn sagði, að fyrir mistök hefðu sex stýriflaugar í flugvélinni verið búnar virkum kjarnaoddum þegar flugvélin fór frá Minot herstöðinni í Norður-Dakóta.

Blaðið Military Times skýrði fyrst frá málinu og sagði að stýriflaugarnar gætu borið allt að 150 kílótonna kjarnaodda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert