David Petraeus, hershöfðingi og yfirmaður bandaríska heraflans í Írak, hefur gefið í skyn að hann muni mæla með því að fækkað verði í bandaríska herliðinu í Írak til að draga úr álagi á Bandaríkjaher. Hershöfðinginn sagði í sjónvarpsviðtali að takmörk væru fyrir því hvað herinn þoli og að mars á næsta ári verði sennilega rétti tíminn til að hefja fækkunarferlið. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Petraeus sagði í viðtali á ABC-sjónvarpsstöðinni að fjölgun bandarískra hermanna í Írak, sem hefði gert hernum kleift að ráðast gegn al Qaeda samtökunum þar, hefði alltaf átt að vera tímabundin tímabundin og að takmörk væru fyrir því hvað herinn gæti gert. "Í mati mínu verður tekið tilliti til þess álags sem við höfum lagt á herinn en það mun þó ekki ráð úrslitum," sagði hann.
Petraeus mun gera Bandaríkjaþingi grein fyrir mati sínu á ástandi öryggismála í Írak í næstu viku.