Spennusagnahöfundur skrifaði bók um morð sem hann framdi

Bala hlýðir á dómsuppkvaðninguna í dag.
Bala hlýðir á dómsuppkvaðninguna í dag. AP

Pólskur spennusagnahöfundur hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi eftir að upp komst að hann hafði sjálfur framið morð sem hann hafði lýst í einni bóka sinna, að því er greint var frá í Varsjá í dag.

Fórnarlambið var kaupsýslumaður sem hafði átt í ástarsambandi við eiginkonu rithöfundarins.

Bókin heitir Amok og kom út 2003. Í henni lýsir rithöfundurinn, Krystian Bala, í smáatriðum hrottalegu morði á pólskum kaupsýslumanni. Lögreglan komst á snoðir um að lýsingunum í bókinni svipaði til máls frá árinu 2000, þegar lík fannst í ánni Oder í bænum Wroclaw, skammt frá þýsku landamærunum.

Saksóknari sagði að Bala hefði niðurlægt, pyntað og svelt fórnarlambið, og síðan myrt það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert